Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
23.8.2007 | 18:44
Þetta er algjör grís.
.
Hrín hátt í svíni
með fína trýnið
Hlýnar sá fíni
við skínandi línið
.
en mín er að grínast.
22.8.2007 | 17:10
Þegar ég var ung og vitlaus....
Skrásetning æskuminninga áður en þær falla í gleymsku.........
-------------------
-Fékk lánaða regnhlíf systur minnar, sem hún hafði fengið í jólagjöf, örstuttu áður. Það var rok og ein hviðan reif af mér regnhlífina og hún hvarf út í buskann á ógnarhraða.
Þá uppgötvaði ég í fyrsta skipti að sumt hverfur og kemur aldrei aftur.
--------------------
-Það var íþróttamót á Breiðabliki. Kúluvarparinn kastaði kúlunni eitthvað ónákvæmt. Hún lenti í höfðinu á bróður hans pabba. Ég man rosalega mikið blóð.
Þá uppgötvaði ég í fyrsta skipti að fullorðnir menn geta líka fellt tár.
---------------------
-Pabbi var búinn að breyta ryksugumótor í smergel. Hann var alltaf að finna eitthvað upp. Síðan fór hann að sýna þetta undratæki. Smergelskífan fór af og tók þumalfingurinn af pabba. Aftur mikið blóð.
Þá gerðist ég fréttakona...... hljóp á næstu bæi og gólaði: "pabbi missti putta, pabbi missti putta" !
----------------------
-Það var dansleikur á Breiðabliki. Hljómsveitin Stykk. Ég var 11 ára gömul og bróðir minn 12 og vinkona mín, 11 ára var líka með okkur. Okkur langaði á ball en gátum ekki spurt, því það var enginn heima. Svo við fórum bara... .....á puttanum.
Á ballinu sá ég frænku mína í sleik við einhvern strák. Ojj barasta.
----------------------
-Við vorum með eitt allsherjar búó í Dal. Kofa, potta og pönnur, vegi og bíla, felgu sem við notuðum sem klósett...... allt til alls. Þangað til pabbi kom einu sinni, vippaði felgunni upp á öxlina og gekk með hana í burtu.
Þá kom skrítinn svipur á okkur krakkana.
-----------------------
-Afi hjó hausinn af hananum og haninn hljóp út um allt, hauslaus.
Það var rosalegt.
-----------------------
-Við vorum í grunnskólanum. Frænka mín fullyrti að ég kæmist ekki ofan í skúffu sem var í botni skáps. Ég hélt nú það. Skreið ofan í skúffuna og hún renndi skúffunni inn og lokaði skápnum pent.
Þarna uppgötvaði ég að ég gat verið vitlaus.
------------------------
-Amma gaf okkur "kaffi sykur brauð og mjólk" en afi gaf okkur í nefið frá 7 ára aldri.
Þetta var fyrir tíma ESB samningsins.
------------------------
Svona var nú lífið í gamla daga.
.
Já...... og nú er ég bara ung og ekkert vitlaus... eða þannig.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
21.8.2007 | 19:45
Vangaði strák með hor.
Þegar ég var lítil,, þá var ég lítil....... ,minnst í bekknum.
Á jólaskemmtunum í gegnum allan grunnskólann lék ég Stúf.
.
Stúfur hét sá þriðji
stubburinn sá
hann krækti sér í pönnu
þegar kostur var á
.
Eins og maður muni þetta ekki !
.
Ég var alltaf höfðinu minni en frænka mín sem var TVEIMUR DÖGUM YNGRI. Það þótti lítilli stúlku vera stórt svindl.
.
Í bensínskúrnum hjá pabba, fór ég að vinna þegar ég var 9 ára gömul. Það kom iðulega fyrir að menn leituðu að bensínafgreiðslumanninum,, horfðu framhjá mér. Þegar ég spurði minni barnalegu röddu: "FYLLA"?, .... Þá horfðu menn á mig með vantrú í augunum.... litu svo hver á annan..... og litu svo undan. Stundum sá ég axlirnar hristast. Það er ekki eins og maður sé heimskur þótt maður sé lítill !
.
Mamma sparaði líklega stórfé þegar hún saumaði á mig fötin... þurfti svo lítið efni.
.
Síðan var ég líka seinþroska. Enginn strákur vildi vanga við mig, fyrr en ég var komin í níunda bekk.... og þá var það yngri strákur með hor.
Og svo seinþroska var ég, að þegar ég loksins byrjaði á blæðingum, hoppaði ég og dansaði af gleði. Loksins loksins....... ég er orðin eins og hinar stelpurnar. Húrra og jibbíjei.
.
Hef ekki heyrt að aðrar stúlkur hafi fyllst þvílíkum fögnuði yfir þessum ófögnuði.
.
Um 15 ára aldur fór "Anna Sigga litla mín", eins og amma kallaði mig stundum, loks að stækka. Hún stækkaði og stækkaði og varð 167 sentimetrar á hæð.
Svo telur hún sjálfri sér trú um það núna að seinþroska stelpur endist bara lengur.... ha... .... hvað svo sem hún meinar nú með því ?
.
Margur er knár þótt hann sé smár frameftir öllu og betra er seint en aldrei líka.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
21.8.2007 | 16:50
Mýsla sundríður froski berbakt.
.
.
Þessi froskur er ekki eins útsmoginn og froskurinn sem kallaði til prinsessunnar:
Gvabikk gvabikk, kysstu mig kysstu mig ! Ég er fagur ungur prins en vonda nornin hefur breytt mér í frosk.
Prinsessan kyssti froskinn en ekkert gerðist.
Fyrsti apríl, fyrsti apríl, æpti froskurinn og hoppaði burt.
20.8.2007 | 18:39
Tárin hrynja sem foss.
Senn dimmir hér skerinu á
og svanirnir fljúga á brott
Króknuð og köld verður þá
kinn mín, það er ekki gott
.
.
Ég engan get yljað mér við
er alein með ískaldar tær
Í hjarta mér hef engan frið
hjálpið mér, komið þið nær
.
.
Ef tilfinningar mínar tjái ég hátt
og tárin hrynja sem foss.........
------------------
------------------
-------------------
-------------------
þá opnið þið munninn upp á gátt
því ég er að grínast,, koss.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.8.2007 | 21:26
Ég vil fá álver í Almannagjá......
.
19.8.2007 | 18:09
Vont þegar það góða er lagt niður.
Ég er alin upp við harmonikkutónlist. Pabbi var sko hljómsveitargæi.
.
.
Í grunnskólanum heima var enginn íþróttasalur þegar ég var yngri. Því var okkur krökkunum kennt að dansa gömlu dansana. Það var hægt í venjulegri skólastofu.
Mér finnst fátt skemmtilegra en að dansa, við góðan dansherra, almennilegan hraðan polka. Snúast í hringi þar til allt hringsnýst fyrir augunum á mér. Þá er gaman.
Ég hef af því áhyggjur að harmonikkutónlist og góðir dansherrar séu að verða liðin tíð.
Síðast komst ég í gömlu dansana á þorrablóti fyrir 3 árum. Alltof langt síðan !
Mér finnst hundfúlt þegar eitthvað sem er gott og skemmtilegt, hættir.
Nú vil ég almennilegt harmonikkuball og góða dansherra, borða kjötbúðing með grænmeti í og drekka Sinalco og borða bláan Opal á eftir. Þetta á að gerast á fimmtudegi sem verður sjónvarpslaus.
Það er í lagi að láta sig dreyma.
18.8.2007 | 13:00
Árans óheppni.
Í dag ætlar sveitastelpan að skella sér í menninguna.
Það var á dagskránni að sýna mig og sjá aðra.
Nema hvað.... vaknaði í morgun með svakalegar frunsur. Ekki eina eða tvær.. heldur margar. Það er kominn hjónasvipur með mér og Fílamanninum.
Eins og það sé ekki nóg til að hrekja alla sjénsa út á hafsauga. Nei sko, ég er líka með bólu á ótrúlega "skemmtilegum" stað. Hún er í nösinni og blasir þar við.
Ef ég hef reiknað hana rétt út, mun hún verða hvít í kvöld og þá lít ég út eins og Fílakona með hor.
.
.
Ef þið sjáið mig á förnum vegi.... þá væri fallega gert af ykkur að hlægja ekki of mikið að mér.
Góða skemmtun !
18.8.2007 | 11:18
Þessi er "greinilega" myndarlegur.
17.8.2007 | 15:01
Vandræðalegt.
Það er svolítið óþægilegt að vera bloggari stundum.
.
Ég fer til dæmis út í búð og hitti vinkonu mína.
Hún: "Af hverju ertu með sár á hálsinum.......varstu að reyna að hengja þig"?
(vinkonur mínar eru sko húmoristar)
Ég: "Neibb, ég fékk þetta eftir riverrafting, þurrbúningurinn var svo þröngur í hálsinn".
Hún: "Já þú varst í rafting,, var ekki gaman" ?
Ég hugsa eldsnöggt...er hún búin að lesa eða er hún ekki búin að lesa bloggið ? Svo byrja ég að segja frá og góni á hana á meðan.... reyni að lesa í viðbrögðin.... er hún spennt.... sýnir hún sterka svörun ? Eða er eins og hún hafi lesið þetta í morgun ?
.
.
Það er sko agalega hallærislegt að spyrja alltaf: "Lestu bloggið mitt" ?
Það er líka asnalegt að segja frá einhverju sem fólk veit nú þegar.
Svo ágætu vinir......vinsamlega stoppið mig þegar ég fer að segja eitthvað sem þið hafið lesið !
------------------
En svo fékk ég hugmynd.
Er ekki einhver hálfviti þarna úti sem er til í að senda mér skýrslu um hrakfarir sínar, og ég get þá bloggað um hann/hana....... og spjallað eðlilega við vini mína.... ha ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði