Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Strákarnir mínir :-)

 

Í tilefni dagsins birti ég hér mynd af SIGFÚSI FRÆNDA MÍNUM.  Grin 

.

a0657d2cf8c67a5def1fcf4d43c9b8a5_Sifus-hond-ut

.

Hann veit nú reyndar ekkert af þessari frænku sinni.......... ennþá.  Wink

Erum við ekki næstum því alveg eins,  ég og Fúsi ? 

Hann er bara með aðeins stærra tattoo.   Joyful


Í kvöld varð ég 18 ára...

 

Guðrún Arna Möller er ný bloggvinkona mín.  Mig langar að kynna hana fyrir ykkur. 

Guðrún Arna hefur mikla lífsreynslu að baki og er rétt að byrja að segja sögu sína á blogginu.   Ekki bara, hefur hún frá miklu og merkilegu að segja, heldur gerir hún það alveg snilldarvel.  Mér fannst ég vera stödd í miðri atburðarásinni meðan ég las.  Nú bíð ég eftir næsta kafla.   Hún er upprennandi rithöfundur, spái ég.  Wizard (maður verður að klæðast spákerlingarbúningi þegar svona stendur á).  

Hér er linkur á síðuna hennar.  Byrjið að lesa færsluna "Í kvöld varð ég 18 ára" sem þið finnið, með því að fara 4 færslur til baka.... skrolla niður.  Færslan er dagsett 5. janúar 2008.

 

Njótið svo kvöldsins og gleymið ekki að knúsa hvert annað.  Wink 

 

 

 


Fluggreindur hlunkur.

.

Depill kom á heimilið fyrir rúmlega tveimur árum, lítill, krúttilegur, ómótstæðilegur kettlingur.  InLove

Í dag er öldin önnur.  Þessi feiti fress, flæðir út úr fletinu sínu.  GetLost

Hann er sjálfur farin að sjá hversu fáránlega hann lítur út í litlu sætu rúmi.... en reyndi þó í lengstu lög að loka augunum fyrir þeirri staðreynd.  Pinch

.

dep3

.

Það er erfitt að sofa með hausinn hangandi út úr rúminu.  Depill ákvað að leita nýrra leiða til að fá hina fullkomnu hvíld og hugsaði stíft.... enda heilinn hans stærri en gengur og gerist í köttum.

.

.

Depill fann ráð.  Hann þóttist vera handklæði.

.

dep4

.

Kunnið þið betra ráð ?  *Fliss*  LoL  Hélt ekki,,  kötturinn er klárari.  Wink

 

 


Pant ekki ver´ann.

 

Mikið er ég glöð.   Það voru allavega fjórir bloggvinir mínir spurðir "Ert þú hann"?  og það sagði enginn: "pant ekki ver´ann".  Grin

Svarið við síðasta bloggi er falið, einhvers staðar í þessu bloggi og það er ykkar að finna það.

.   

------------------------------------------------

.

Úff..... ég er dálítið í uppnámi eftir handboltaleikinn.  Pouty  Verð að segja að Svend hinn Sænski hefði mín vegna mátt vera minna fjörugur fyrir 40 árum.  Óþarfi að búa til svona markmann sem fer flikk, flakk, heljarstökk, spíkant og splitt.  Errm   Fæddist barnið ekki með liðamót ?  Woundering

Ég ætla bara að muna flotta markið hans Loga og gleyma úrslitunum.  Wink

Og svo undirbúum við okkur fyrir næsta leik og æfum okkur í brjáluðum fagnaðarlátum með strákunum okkar. 

.

landslidid


Fjörutíu fuku og leyndarmálin fjúka líka.

 

Nú er ég fjörutíu bloggvinum fátækari... en það er ekki magnið sem skiptir máli, heldur gæðin.  InLove

Þá er runnin upp sú stund að ég get sagt ykkur öll mín innstu mál.  Bara bestu bloggvinir mínir eftir.  Wink 

Hér kemur fyrsta leyndóið og þið lofið að þegja yfir því.  Cool   Það tekur aðeins á að opna sig svona..... Crying ....ehf  LoL  ég ætlaði að skrifa ehm ...... en eitthvert eignarhaldsfélag slæddist óvart með.  Kannski skiljið þið ekki orð af þessu en það gerir þá ekkert til.  Brosið bara út í annað og haldið svo áfram að brosa út í annað.

En nú kemur það !

Einn bloggvinur minn er dálítið meira en bloggvinur.  Hann er besti vinur minn og kannski aðeins meira en það. 

Say no more, say no more.  Joyful 

Förum svo í leik.... svo það sé nú ekki verið að agnúast út í mig fyrir að skrifa undir færsluflokknum "spil og leikir". 

Allir sem fatta hver hann er, þessi besti vinur minn og kannski aðeins meira en það.... þeir eiga að fara á síðuna hans og kommenta:  "Ert þú hann ?Whistling


Miðvikudagur til tiltekar.

 

Níutíuogeinn bloggvinur, samkvæmt vörutalningu í Sparisjóði grínista og nágrennis.  Gasp 

Það er of mikið !  Á miðvikudaginn kemur, er alþjóðlegur bloggvina-tiltektar-dagur hjá S.G.O.N.

Ég geri ráð fyrir að þeir bloggvinir, sem ekki hafa lagt inn orð hjá sjóðnum síðustu þrjá mánuði, séu líklega ekki að grínast.  Ef Sparisjóðurinn er svo heldur ekki að spauga neitt í þeim, er engin ástæða til lengra samstarfs.  Smile   "Þú leggur ekki inn eftirá", er kjörorðið hér. 

.

Dyggir viðskiptavinir fá auðvitað ýmis hlunnindi einhvern tíma.  Cool 

.

074

.

Sumir eru búnir að finna sína réttu hillu í lífinu.  Wink

 


Halldór er dottinn íða.

 

Halldór, bloggvinur minn, datt íða í gær.  Datt íða að lesa ljóð sko.   Hann verður fyrir svo miklum hughrifum af ljóðunum,  að hann grætur og grætur og ætlar að gráta fram að páskum.  Crying

Ýmislegt lærir maður á netinu, nytsamlegt sem ónytsamlegt.  Áðan lærði ég snilldarbragð.  Ef maður dettur oná góða ljóðabók, þá nýtur maður ljóðanna í botn.  Hef aldrei vitað að gott væri að vera oná ljóðabókinni.  FootinMouth

Hér verður því gerð rannsókn, til að sannreyna þessa speki.  Ég birti ljóð sem ég samdi einhvern daginn.  Rómantísk vella...... sem ætti þó að vera mjög gott hnoð, ef þið aðeins fylgið fyrirmælum og liggið ofan á skjánum meðan lesið er.  Wink

.

Hjartað þitt er hreint og tært
svo hlýr þú ert og ornar mér.
Í fangi þínu sef svo vært
og sundlar ef ég er með þér.

Þú elsku gefur alla leið
ert ljúfur, traustur, blíður.
Með þér ég þrái æviskeið,
njóta þess er okkar bíður.

.

Nú megið þið koma ykkur niður af skjánum aftur.  Virkaði þetta ?

.

P.S.  Muna svo eftir handboltaleiknum í sjónvarpinu klukkan 15.40... bein útsending frá leik karlalandsliða Íslendinga og Tékka.  Cool


Rauðkan.

 

Þið sem hafið gaman af því að spila... hér kemur ábending:  Ticket to ride, eða lestarspilið er alveg ferlega skemmtilegt.  Smile   

.

Ticket_To_Ride

.

Í gærkvöldi var ég að reyna að mala dóttur mína og fleiri í lestarspilinu.  Uppúr þurru segir svo dóttir mín;  "Ég var rauðka um daginn".  Ég rak upp stór augu og skildi síst hvað barnið átti við.  Woundering   Hún hélt áfram: "ég var að borða ís í brauðformi, sneri ísnum öfugt og beit endann af, síðan sneri ég ísnum við og auðvitað lak hann þá út um allt".   Ég hugsaði á megahraða en allt kom fyrir ekki.  Hvað átti barnið við með "Ég var rauðka um daginn"?  Aðeins síðar rann upp fyrir mér ljós !  Hún er fallega rauðhærð (með appelsínugult hár með ljósum náttúrulegum strípum í.... mjög sérstakt) og þá gat hún auðvitað ekki sagt: "Ég var ljóska um daginn".  Grin   

 


Gillí.

 

Gíslína Erlendsdóttir fæddist 12. janúar 1961 og hefði því orðið 47 ára í dag.   Hennar er sárt saknað.  Eftirfarandi texti, sem sunginn var við útför hennar, kemur alltaf til með að minna mig á Gillí. Heart 

.

Tvær stjörnur - Megas.

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.
Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,
augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best,
En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.

.

England_og_sveitin_sept_2007_024_sized

 


Er komin steinöld ?

 

Í gær bloggaði ég um Einstein og í dag um Hafstein....... nú á ég bara eftir að fjalla um Þorstein, Sigurstein, Rammstein og Aðalstein.  Happy

Þetta var nefnilega engin tilviljun.

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband