Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
30.5.2008 | 16:44
Skopskynið er fast í henni.
Maðurinn er svo lítill í samanburði við náttúruöflin. Þessvegna ber okkur að virða náttúruna. Um leið og maður þakkar æðri öflum fyrir að enginn skyldi slasast alvarlega í hamförunum í gær, er hugurinn hjá Hrönn bloggvinkonu, sem missti allt sitt innbú í gær en heldur því sem mestu máli skiptir...sínu yndislega skopskyni. Blessunarlega virðist ekki hægt að hrista það úr henni.
Þegar svona stórir atburðir eiga sér stað, finnst manni að við Íslendingar séum ein stór fjölskylda. Næstum því allir. Einn og einn er ekkert skyldur mér.
Knús á línuna.
.
28.5.2008 | 20:44
Ég er drullufúl.
Þetta er sko ekkert gamanmál.
Ég þoli ekki nágranna mína.
.
Eftir vinnu í dag lá leið mín á fund, í skóla dóttur minnar.
Að honum loknum, keyri ég heim í mestu makindum.
Gleðin skein úr hverri hrukku í andliti mínu.
Svo gerðist það !
.
Ég opna bílhurðina. Þá skellur á nefi mínu grill-angan frá hverju einasta húsi í götunni.
.
.
Djöfullinn ! (ljótt að blóta) Ég slefa.
.
Matseðill kvöldsins hjá mér hljóðar svona:
Þriggja korna brauð
Smjör
Bananar
Mjólk
.
Nágrannarnir verða kærðir, strax á morgun, fyrir lyktarmengun.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.5.2008 | 19:25
Flúðasiglingar.
Þeir sem hafa lesið bloggið mitt í ár...... (eru virkilega einhverjir sem hafa nennt því ? )........ vita að ég fór í Jökulsá Austari í fyrrasumar. Það var mikil svaðilför fyrir drulluvatnshrædda mig. . En svakalega gaman eftirá.
.
Um síðastliðna helgi lá síðan leið mín í Jökulsá Vestari. Hún er kettlingur við hlið hinnar Austari. Jáhhhh...... þetta skyldi nú vera létt verk og löðurmannlegt og bara hundskemmtilegt.
Sem það og var.
Að mestu leyti.
.
Auðvitað bjó ég að reynslu síðasta árs, kunni áratökin, vissi við hverju var að búast.
Við sigldum ógnarskemmtilegar flúðir og léttar bárur í mögnuðu landslagi. Það munaði minnstu að ég syngi af einskærri gleði. Lét það þó ekki eftir mér af tillitssemi við aðra bátsverja. Vildi ekki vera ein eftir í bátnum.
.
Eftir nokkra stund ákvað ég að leika hetjuna sem ég aldrei var í fyrra. Ég lét mig gossa afturábak ofan í ána. Díííí hvað ég hefði þótt svöl, ef ég hefði ekki komið uppúr vatninu með angistarsvip á fésinu. Ég náði ekki andanum. Shit ! Ég gleymdi að loka munninum áður en ég hvarf í djúpið og gleypti líklega eina átta millilítra af Jökulá. Reyndi að anda en ekkert gerðist........ allir í bátnum sáu að ég var skrítin á svipinn...... ekkert hetjuleg. Loks náði ég andanum með öflugu innsogi.
Ekki kúl.
.
Enn var þó von.
.
Við áðum við klett, þriggja metra háan og til þess ætlaðan að hoppa fram af honum. Nú varð ég að rétta af minn hetjuhlut og hoppa. Það gerði ég og tókst að svamla í land af eigin rammleik.
Vei !
.
Síðan tók við sigling á léttum bárum. Voða gaman þangað til............ ...... það gerðist sem aldrei hefur gerst í Jökulsá Vestari. Báturinn festist í hringiðu. Í stað þess að sigla yfir eins og hinir bátarnir, stoppaði okkar bátur. Þvílíkur kraftur í vatninu. Okkur var sagt að róa. Árin fór ofan í en þótt maður tæki á öllu öllu öllu.... sem til var, haggaðist ekki árin í þessum ógnarkrafti. Báturinn virtist ætla að fara á hvolf. Nú var ég orðin hrædd. Nýbúin að næstumþvídrukkna og sá fyrir mér að ef ég sogaðist ofan í þennan hringiðupoll, væru dagar mínir taldir. Ég myndi einfaldlega deyja úr hræðslu.
.
En..... þá losnaði báturinn. Hann snerist í hálfhring og festist svo aftur...... og Brattur fauk fyrir borð. Á þessu augnabliki held ég að heilinn í mér hafi farið í verkfall. Ég neitaði að hugsa lengra. Eftir nokkrar mjööööööög langar sekúndur, skaust Brattur aftur upp á yfirborðið undir bátnum................. og við það losnaði báturinn.
Brattur er hetjan mín. Brattur orti um þetta vísu...... sjá hér.
.
Jökulsá Vestari er bara helv**** skemmtileg svona eftirá. Ef satt skal segja hentar hún öllum. Passið bara að taka hrakfallabálkinn mig ekki með.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.5.2008 | 17:47
Tilvonandi tengdamamma.
Hvar skal byrja ?
Æ, ég byrja bara einhvers staðar. Það er aldrei hægt að segja alla söguna því hún myndi hljóma einhvern veginn svona; Svo lagðist ég á sólbekkinn sem Egyptinn hafði komið svo haganlega fyrir á besta stað við sundlaugarbakkann og lá þar næsta hálftímann. Þá var mér orðið heitt svo ég hoppaði í hálfkalda laugina og kældi mig. Síðan skreið ég aftur á sólbekkinn. Eftir hálftíma hoppaði ég aftur í laugina en hafði í millitíðinni skellt í mig einum bjór. Svo lagðist ég aftur á sólbekkinn.......
.
Nei, þið eruð ekki að fiska eftir svona sögu ef ég þekki ykkur rétt.
.
Ok, hverju klúðraði ég feitt ? Engu. Guð hvað það er nú fyndið í sjálfu sér.
.
Stærsta fréttin er líklega sú að ég kom heim með bónorðsbréf í töskunni. Einn Egyptinn, 23ja ára drengur sem ætlar að verða Doktor eftir tvö ár, kom að máli við okkur. Hann varð svona líka yfir sig heillaður af Íslendingunum.... okkur sko. Egyptar urðu það reyndar allir ! Höfðu aldrei séð Íslendinga áður. Nema hvað..... Muhamed en svo hét strákurinn, spurði hvort við ættum börn. Þegar hann komst að því að dóttir mín væri 18 ára og á lausu, henti hann sér á hnén og bað um hönd hennar. Hann bætti svo um betur daginn eftir og mætti með skriflega beiðni. Beiðnin leit út eins og ferilskrá og svo var persónulegt bréf til dóttur minnar, ásamt mynd á hinni hliðinni. Ég er ekki að djóka.
Eftir bónorðið, var honum sagt að ef fyrirætlan hans lukkaðist, gæti hann kallað mig "mother in law". Strákanginn hefur ætíð síðan kallað mig "mother love".
.
Egyptaland er undursamlegt land. Þar er fólk ljúft og landið skemmtilega öðruvísi.
23.5.2008 | 15:47
Egyptaland.
.
Komin heim í heilu lagi. Algerlega frábær ferð !
Enginn tími til að blogga núna en set inn nokkrar myndir.
.
.
.
.
11.5.2008 | 22:16
Brúðkaupsferðin.
Jæja folks.
Á morgun förum við í brúðkaupsferðina. Bróðir minn gekk í hnapphelduna í gær og það lukkaðist betur en elstu menn muna. Brúðurin var með eindæmum flott og þau bæði svo lukkuleg að unun var á að horfa og með að fylgjast.
.
Leið okkar mun liggja til London á morgun en á þriðjudagskvöld fljúgum við til Egyptalands. Fyrst þegar brúðhjónin buðu okkur að koma með, héldum við að það væri af þeirri ástæðu einni að við værum svo skemmtileg. En svo fórum við að lesa okkur til um Egyptaland og þá kom ýmislegt í ljós. Það eru 3 tegundir af banvænum snákum í landinu og þeir leynast í sandi, klettum og háu grasi. Ok, þá er skýringin komin. Við eigum að ganga á undan brúðhjónunum, hvert sem þau fara.
.
En það gerir Egyptaland bara ennþá meira spennandi !
.
.
Við ætlum að ríða út á Salemdýrum. Já, nema bróðir minn. Hann fer á Salem light.
Svo þarf auðvitað að skoða þessa frægu þríhyrninga.......
....... og barina.
Það er víst einn þrusugóður bar í Egyptalandi. Hann heitir Ara-bar.
.
Vink vink.
9.5.2008 | 21:20
Breyting vísitölunnar.
Vísitala neysluverðs var 279,9 í nóvember s.l. en er 300,3 í apríl, hálfu ári síðar.
Þetta er skelfileg þróun en samt ekki það, sem ég hef mestar áhyggjur af í augnablikinu.
Ég hef mestar áhyggjur af því hvernig vísitölufjölskyldan lítur út á næsta ári, ef svo heldur fram sem horfir.
.
.
Ef vísitalan hefur hækkað svo mikið, hefur þá ekki að sama skapi vísitölufjölskyldan hækkað ?
Verðum við öll risar ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.5.2008 | 22:53
Útilega við Selvallavatn.
.
Á unglingsárunum, frá 13 til 16 ára aldurs, tókum við Þórdís, vinkona mín, upp á þeim sið að fara einar í útilegu. Bryndís kom líka einu sinni í þessa útilegu í stað systur sinnar.
Pabbi þeirra skutlaði okkur með tjald og annan viðlegubúnað upp á Kerlingaskarð, að Selvallavatni þar sem við höfðum fundið okkur uppáhaldsstað við vatnið.
Þar tjölduðum við í grænni lautu við fagran foss og dvöldum þar síðan aleinar á fjöllum í 3 daga.
Við þurftum auðvitað að hafa með okkur prímus og mat og svo var algjört skilyrði að hafa kassettutæki með batteríum með í för, svo við gelgjurnar gætum fílað tónlistina í annars kyrrlátri þögn fjallanna.
.
Í einni slíkri ferð kláruðust batteríin. Ekki gátum við Þórdís unað við það að vera án tónlistar, svo við gengum af stað til byggða, yfir Kerlingaskarð að kvöldi til.
Ferðin gekk vel ef frá er talin ógurleg hræðsla okkar vinkvenna við "kerlinguna", grjót eitt sem Kerlingarskarð er kennt við.
Við sögðum fátt en hugsuðum margt. Hvað ef ?
Komumst við þó óskaddaðar til byggða, fengum rafhlöður og var skutlað aftur í tjaldið síðar þetta sama kvöld.
Þess eru reyndar engin dæmi að Kerlingin hafi nokkurn tíma ráðist á fólk.... a.m.k. ekki í manna minnum.
7.5.2008 | 21:06
Nafnagáta.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði