Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
10.8.2008 | 20:03
Ekki missa af einlægri frásögn úr íslenskum veruleika.
Í gær las ég færslu hjá bloggvinkonu, sem snerti verulega við mér.
Þessi saga hefur komið upp í huga mér af og til í allan dag.......
Sagan sem sögð er, er hjartnæm og sú sem söguna ritar kann svo sannarlega að hrífa mann með sér. Ekki fleiri orð um það....... Hérna er linkur á færsluna.
Ég hvet ykkur til að skilja eftir komment á síðunni hennar.
.
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Afar líklegt er að margir séu sofnaðir á þeim tíma.
Til að fyrirbyggja að þú missir af leiknum, skaltu nú telja kindurnar á myndinni.
Þegar þú vaknar aftur, endilega kíktu inn og segðu mér hvað þær voru margar.
Sofðu vel..... en ekki of lengi.
.
.
9.8.2008 | 11:27
Arabaríki sjálfstæðismanna ?
Margt hefur aflaga farið í stjórnun á Íslandi undanfarna tvo áratugi, að mínu mati. Skattar landsmanna eru óréttlátir, kvótakerfið er í bulli, illa er farið með náttúru Íslands, vændi var lögleitt, eldri borgurum eru ekki búin mannsæmandi kjör osfrv. osfrv.
Nú bætist við enn eitt klúðrið; Sjálfstæðismenn ætla að gera Ísland að Arabaríki. Hér má fara með konur að eigin vild.... lána þær til kynlífsmaka, berja þær, kúga og beita andlegu ofbeldi. Það virðist bara vera einkamál hvers og eins. Líkt og í Arabaríkjunum.
Dómar sýna að það er nokkurn veginn í lagi að nauðga konum... bara ef þú passar að enginn sjái til þín. Það er líka í góðu lagi að brjóta í þeim nokkur bein. Maður minn ! Þú þarft ekki einu sinni að skammast þín. Dómstólar munu vernda rétt þinn.
Í þessu tiltekna máli er lögreglan handviss um að konan er í hættu. Maðurinn er skv. fréttum, nú þegar búinn að hafa samband við konuna.
Það sem skiptir máli hérna er að Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson voru báðir skipaðir af sjálfstæðismönnum, þvert á hæfnisúttektir Hæstaréttar.
Þvílíkt dómgreindarleysi hjá Jóni Steinari og Ólafi Berki að hafna nálgunarbanni ! Þeir munu bera ábyrgðina, komi eitthvað fyrir konuna.
Hættum þessum pólitísku skipunum í embætti nú þegar !
Til upprifjunar birti ég hér eldri frétt;
-----------------
Jón Steinar, konungur sératkvæðanna:
.
.
"Enginn hæstaréttardómari hefur skilað viðlíka fjölda sératkvæða í dómum réttarins og Jón Steinar Gunnlaugsson. Umdeildustu dómararnir skila flestum sératkvæðum. Lögspekingar telja þau ýmist eðlilegan fylgifisk flókinna mála eða merki um flokkadrætti og slæman samstarfsanda í Hæstarétti.
Það eru skiptar skoðanir um það meðal lögfróðra manna hvort gott sé eða slæmt að dómarar skili sératkvæðum. Hitt er víst að tveir menn skera sig úr hópi dómara í Hæstarétti þegar talin eru sératkvæði sem skilað hefur verið frá því haustið 2003.
Alls skiluðu dómarar sératkvæðum í 121 máli á þessum tæpu fimm árum.Tíu af þeim tólf dómurum sem skiluðu sératkvæðum á þessu tímabili hafa gert það frá einu skipti og upp í ellefu sinnum, að meðaltali í tæplega sex skipti.
Þeir tveir sem skera sig úr - eiga það sameiginlegt að skipun þeirra var ákaflega umdeild. Annar er Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann hefur í 29 skipti séð ástæðu til að skila sératkvæði. Hinn er Jón Steinar Gunnlaugsson sem hefur skilað sératkvæði átta sinnum oftar en meðaldómarinn á þessu tímabili - eða 47 sinnum. Flestir þeirra lögmanna sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag, telja að sératkvæði geti verið mikilvæg og eða eðlileg. Róbert Spanó, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir ágreining meðal dómara eðlilegan fylgifisk þess að Hæstiréttur leysi úr flóknum viðfangsefnum. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður segir flest sératkvæði snúast um sönnunarmat og þau væru hið besta mál, sýndu að dómurinn væri skipaður fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Enda sé lögspeki engin náttúruvísindi. Hins vegar hefðu dómar Hæstaréttar minna fordæmisgildi þegar þriggja eða fimm manna dómur klofnar með sératkvæðum.Sumir lögmenn sögðu lotterí hjá hvaða dómurum menn lentu, og gæti haft úrslitaáhrif á dómsniðurstöðu. Aðrir sögðu sératkvæði vísbendingu um slæman samstarfsanda meðal hæstaréttardómara og flokkadrætti. Einn orðaði það svo að allir vissu hvernig skipun Ólafs Barkar og Jóns Steinars væri tilkomin - sérálit þeirra ættu ekki að koma nokkrum á óvart".
.
Þessi frétt er á Vísi.is í dag http://www.visir.is/article/20080809/FRETTIR01/335307673
Skiptar skoðanir eru um nálgunarbann í núverandi mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.8.2008 | 11:07
Blogg - tímataka.
Klukkan er 11.00
Ég veit að margir sem lesa blogg hugsa sem svo; Fer ekki allur dagurinn í þetta ?
Auðvitað er aðeins misjafnt hversu lengi maður er að blogga. Það getur tekið lengri tíma ef þarf að hlaða niður mynd úr skrá. Einnig er misjafnt hversu ljúflega vísur renna uppúr manni þegar þær eru að fæðast. Og svo skiptir máli að hafa hugmynd um hvað þú ætlar að skrifa. Stundum byrja ég að skrifa og hef enga hugmynd.
Þar sem þetta er tímataka, verð ég að flýta mér svolítið. Keppnisskapið !!
Best að henda inn eins og einni hnoðvísu svo þetta sé marktækt.
Er ég lengi blogg að rita
eða er ég fljót ?
já og botnið þið svo....... því ég er að flýta mér.
Svo þarf auðvitað að henda inn eins og einni mynd til skrauts.
Hvaða mynd á ég að velja í dag ? Kannski górillu ? Augnablik.
.
.
Síðan er til Púki.... svona íslenskupúki sem lagfærir stafsetningavillur. Ég nota hann hins vegar aldrei því ég er sjálf svo mikill púki.
Jæja....... þá er þessari tímatöku að ljúka og ég kem í mark á 7 mínútum.
Mér sýnist að ég sé fyrst.
7.8.2008 | 20:56
Sparisjóður grínista - grútfúll og sökkar.
Síðustu færslur mínar hafa sko ekki verið neitt grín.
Það var meðvituð ákvörðun á þessum bæ að blogga beitt og gagnrýnið.
Bankarnir eru þessa dagana að gleypa Sparisjóðina eins og nýtýnd jarðarber.
.
Sparisjóður grínista og nágrennis vill ekki sjá neina sameiningu eða það að einhver gleypi hann með húð og axlarsíðu hári.
Því greip hann til þess ráðs - til að forðast að einhvern langaði í hann - að vera fráhrindandi og ógirnilegur, leiðinlegur og grútfúll, ruddalegur og meinfýsinn, asnalegur og klénn.
Það svínvirkaði því enginn hefur boðið í hlutabréfið.
.
.
7.8.2008 | 18:47
Neydd til kynferðismaka, brotin rifbein og sprengd hljóðhimna....
...... og það dugir ekki til að fá nálgunarbanni framlengt.
Þá spyr ég; HVAÐ ÞARF TIL ????
Hugsanlega er hægt að fá nálgunarbann ef fyrrverandi sambýlismaður höfuðkúpubrýtur konuna, sagar af henni fót eða plokkar úr henni auga.
Kannski ekki.
Það er allavega of seint þegar hann hefur drepið hana.
.
.
Kröfu um áframhaldandi nálgunarbann hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.8.2008 | 11:27
Mútur ?
Ef fram heldur sem horfir, verður Ísland orðið forljótt og mengað eftir örfá ár.
Eins og málin horfa við mér, geta erlend stórfyrirtæki arkað inn í landið og boðið einhverjum sveitarstjórnarmönnum í kaffi...... og líklega eitthvað gott með því......hugsanlega peninga..... og þá fá þeir leyfi til að reisa hér olíuhreinsistöð eða álver eða skíthreinsistöð af einhverju tagi.
Þetta er landið okkar allra. Ísland !
Sú stjórnvaldsákvörðun að færa þetta vald frá Alþingi til sveitastjórna er álíka gáfuleg og að ég sem móðir leyfi börnunum mínum að ákveða hvort þau úði tjöru í garðinn minn.
Hvað er að stjórnmálamönnum sem færa svo mikið vald til sveitarstjórna ?
Sjálfstæðisdrasl.
.
.
Olíuhreinsistöð: Umhverfismat er næsta skref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.8.2008 | 10:45
Paul Ramses saltaður.
Sæmundur bloggvinur minn vill meina að Björn Bjarnason sé að reyna að salta Ramses-málið.
Ég fór á stúfana og kannaði málið.
- - - - - - - -
Paul Ramses var vísað úr landi 3. júlí síðastliðinn. Síðan eru liðnir 22 virkir dagar.
.
Dagur eitt; Björn athugar fæðingarvottorð Ramses.
Dagur tvö; Björn skoðar vegabréf hans..... tvisvar.
Dagur þrjú; Björn er í fríi en lætur aðstoðarmann sinn panta sakarvottorð Palla Ramses.
Dagur fjögur; Bjössi er enn í fríi.
Dagur fimm; Björn fær heilbrigðisvottorð Pauls.
Dagur sex; Öll gögn Pauls Ramses eru í lagi og Björn er að hugsa.
Dagur sjö; Björn datt niður á ráð. Hann sækir saltstaukinn og saltar málið.
Dagur átta; Björn saltar og saltar. Nú eru stórvirkar vinnuvélar komnar í málið.
.
Dagur tuttuguogeitt; Málið er löngu horfið undir salt og farið að bera á saltskorti á Íslandi.
Dagur tuttuguogtvö; Paul Ramses hvað ?
.
.
5.8.2008 | 22:47
Það skortir fleira en sósuna.
Reginald þessi Peterson (í meðfylgjandi frétt) þjáist vissulega af alvarlegum skorti.
Hann skortir almenna skynsemi og vit.
..............................................................................................................
.
Hér er annars leikur fyrir fólk í sumarfríi. Kaupið appelsínu eða mandarínu og skerið hana út.
Veitið verðlaun fyrir skemmtilegustu útkomuna.
Lífið á að vera leikur.
.
.
Hringdi í neyðarlínuna vegna skorts á sósu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði